Ólafur kallar á fimm fyrir Makedóníuför

Jóhann Berg Guðmundssoner einn þeirra leikmanna sem Ólafur Jóhannesson kallaði ...
Jóhann Berg Guðmundssoner einn þeirra leikmanna sem Ólafur Jóhannesson kallaði í morgun inn í landsliðshópinn í knattspyrnu. Ómar Óskarsson

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert fimm breytingar á landsliðshópnum sem mætir Makedóníu á miðvikudaginn í undankeppni HM 2010.  Inn í hópinn koma þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Hjálmar Jónsson, Guðmundur Steinarsson, Davíð Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason.  Koma þeir í stað Hermanns Hreiðarssonar, Indriða Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar sem eru í leikbanni, Eiður Smári Guðjohnsen er meiddur og þá dró Theódór Elmar Bjarnason sig út úr hópnum.

Leikurinn við Makedóníu hefst kl. 15.45 á miðvikudag í Skopje.

Hópurinn sem fer til Makedóníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina