Pálmi Rafn í banni gegn Noregi

Pálmi Rafn Pálmason er kominn í bann.
Pálmi Rafn Pálmason er kominn í bann. mbl.is/Ómar

Pálmi Rafn Pálmason verður ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í síðasta leik þess í undankeppni heimsmeistaramótsins þegar það tekur á móti Norðmönnum í haust.

Pálmi Rafn fékk sitt annað gula spjald í keppninni í leiknum gegn Makedóníu sem nú stendur yfir í Skopje og þarf því að taka út eins leiks bann þegar Ísland mætir Noregi.

mbl.is

Bloggað um fréttina