Þórunn í landsliðinu gegn Englandi og Danmörku

Þórunn Helga Jónsdóttir í búningi Santos.
Þórunn Helga Jónsdóttir í búningi Santos. santos.globo.com

Þórunn Helga Jónsdóttir, leikmaður Santos í Brasilíu, hefur verið valin í A-landslið Íslands í fyrsta skipti. Hún er í 20 manna hópi sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú undir kvöld fyrir vináttulandsleikina gegn Englandi og Danmörku sem fram fara í Englandi 16. og 19. júlí.

Að öðru leyti teflir Sigurður Ragnar fram reyndu liði því allar aðrar í hópnum hafa leikið 12 landsleiki eða  fleiri. Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Þóra B. Helgadóttir, Kolbotn
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården

Útileikmenn:
Katrín Jónsdóttir, Val
Edda Garðarsdóttir, Örebro
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Djurgården
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad
Dóra María Lárusdóttir, Val
Dóra Stefánsdóttir, Malmö
Hólmfríður Magnúsdóttir, Kristianstad
Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad
Ásta Árnadóttir, Tyresö
Ólína G. Viðarsdóttir, Örebro
Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki
Katrín Ómarsdóttir, KR
Sara Björk Gunnarsdóttir, Breiðabliki
Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstad
Harpa Þorsteinsdóttir, Breiðabliki
Rakel Hönnudóttir, Þór/KA
Sif Atladóttir, Val
Þórunn Helga Jónsdóttir, Santos

mbl.is