Grétar tryggði Fjarðabyggð sigur

Grétar Örn Ómarsson, til hægri, skoraði sigurmark Fjarðabyggðar.
Grétar Örn Ómarsson, til hægri, skoraði sigurmark Fjarðabyggðar. mbl.is/hag

Fjarðabyggð komst í kvöld í 2. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu með sigri á botnliði Víkings frá Ólafsvík. Var þetta frestaður leikur frá því í 11. umferð. Grétar Örn Ómarsson skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu. Fjarðabyggð er með 22 stig í 2. sæti fjórum stigum á eftir toppliði Selfoss. Víkingur er hins vegar með 7 stig.

Leik lokið með sigri Fjarðabyggðar 1:0.

1:0 Grétar Örn Ómarsson er búinn að koma Fjarðabyggð yfir með marki á 87. mínútu úr þröngu færi.

Dejan Podvreznik nýji framherji Víkinga sem kemur frá Slóveníu er búinn að fá rautt spjald. Hann fékk tvö gul spjöld sitt í hvorum hálfleiknum og bæði fyrir leikaraskap.

Staðan er 0:0 í hálfleik eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Leikmönnum hefur ekki tekist að skapa sér mörg marktækifæri. Heimamenn hafa verið meira með boltann en gestirnir liggja aftarlega á vellinum. Austfirðingum hefur þó ekki tekist að spila sig í gegnum vörn Víkinga.

Danijel Blasko, 25 ára miðjumaður, og Dejan Podbreznik, 26 ára framherji frá Slóveníu eru komnir til liðs við Víkinga og eru báðir í byrjunarliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina