Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu

Eiður Smári Guðjohnsen og Pálmi Rafn Pálmason eru báðir í ...
Eiður Smári Guðjohnsen og Pálmi Rafn Pálmason eru báðir í byrjunarliðinu í kvöld. Morgunblaðið/Golli

Í kvöld leikur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu við Slóvakíu í vináttulandsleik á laugardalsvelli klukkan 19. Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu hefja leikinn fyrir Íslands hönd.

Ólafur mun stilla upp 4-5-1 leikkerfi.

Markmaður: Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson
Miðverðir: Sölvi Geir Ottesen Jónsson og Kristján Örn Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson

Varnartengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson og Ólafur Ingi Skúlason.

Hægri kantur: Pálmi Rafn Pálmason

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson.

Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen.

Framherji: Heiðar Helguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina