Margrét Lára með 50. markið

Margrét Lára býr sig undir að skora 50. markið úr ...
Margrét Lára býr sig undir að skora 50. markið úr vítaspyrnunni í kvöld. mbl.is/Kristinn

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk á fyrstu 8 mínútunum í landsleik Íslands og Eistlands í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í kvöld. Annað markið var hennar 50. mark fyrir A-landslið Íslands.

Staðan eftir 8 mínútur var orðin 3:0 en Margrét Lára skoraði fyrst á 4. mínútu og síðan skoraði Dóra María Lárusdóttir á 6. mínútu. Margrét Lára náði síðan 50 marka múrnum þegar hún skoraði úr vítaspyrnu.

mbl.is