Breiðablik bikarmeistari í fyrsta skipti eftir vítakeppni

Guðmundur Pétursson framherji Blika reynir skot að marki Fram í ...
Guðmundur Pétursson framherji Blika reynir skot að marki Fram í leiknum í dag. mbl.is/Golli

Breiðablik er bikarmeistari karla í fyrsta skipti eftir sigur á Fram í bráðabana eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli í dag. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma, 2:2 eftir framlengingu, 6:6 eftir fimm spyrnur í vítaspyrnukeppni, en í bráðabananum réðust úrslit þegar Paul McShane skaut í þverslána á marki Breiðabliks úr sjöttu spyrnu Framara.

Leikurinn var markalaus í klukkutíma en þá skoraði Alfreð Finnbogason fyrir Breiðablik. Ingvar Þór Ólason jafnaði fyrir Fram á 73. mínútu, 1:1, og þannig var staðan eftir venjulegan leiktíma.

Samuel Tillen kom Fram í 2:1 úr vítaspyrnu á 8. mínútu í framlengingu en aðeins fjórum mínútum síðar fengu Blikar vítaspyrnu og úr henni jafnaði Alfreð Finnbogason, 2:2.

Í vítaspyrnukeppninni vörðu markverðirnir, Ingvar Þór Kale og Hannes Þór Halldórsson sína spyrnuna hvor. Paul McShane var sjötti í röðinni hjá Fram og þurfti að skora til að fá aðra umferð í bráðabananum. Hann skaut í þverslána og niður, fyrir utan marklínu, og Blikar fögnuðu sínum fyrsta stóra titli í sögunni og sæti í Evrópudeild UEFA á næsta ári.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson - Jón Orri Ólafsson, Auðun Helgason, Kristján Hauksson, Samuel Tillen - Heiðar Geir Júlíusson, Ingvar Þór Ólason, Halldór Hermann Jónsson, Jón Guðni Fjóluson - Almarr Ormarsson, Hjálmar Þórarinsson.
Varamenn: Paul McShane, Hlynur Atli Magnússon, Guðmundur Magnússon, Ívar Björnsson, Daði Guðmundsson, Joe Tillen, Ögmundur Kristinsson.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Árni K. Gunnarsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson - Arnar Grétarsson, Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson - Guðmundur Pétursson, Alfreð Finnbogason, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Guðmann Þórisson, Arnór S. Aðalsteinsson, Sigmar Ingi Sigurðarson, Reynir Magnússon, Andri Rafn Yeoman.

Halldór Hermann Jónsson, Hjálmar Þórarinsson og Finnur Orri Margeirsson í ...
Halldór Hermann Jónsson, Hjálmar Þórarinsson og Finnur Orri Margeirsson í baráttu á miðjunni. mbl.is/Golli
Fram 6:7 Breiðablik opna loka
121. mín. Áhorfendur í dag eru 4.766, bara nokkuð gott í októbersvalanum og haustsólinni.
mbl.is

Bloggað um fréttina