Byrjunarliðið gegn Frökkum tilbúið

Katrín Jónsdóttir er fyrirliði Íslands.
Katrín Jónsdóttir er fyrirliði Íslands. mbl.is/Golli

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu tilkynnti rétt í þessu byrjunarliðið fyrir leik Íslands gegn Frakklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Lyon á morgun klukkan 14.30.

Liðið er þannig skipað:

Þóra B. Helgadóttir, Kolbotn
Erna B. Sigurðardóttir, Breiðabliki
Sif Atladóttir, Val
Katrín Jónsdóttir, Val
Ólína G. Viðarsdóttir, Örebro
Katrín Ómarsdóttir, KR
Edda Garðarsdóttir, Örebro
Dóra  María Lárusdóttir, Val
Hólmfríður Magnúsdóttir, Kristianstad
Rakel Hönnudóttir, Þór/KA
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad

Sara Björk Gunnarsdóttir liggur veik á hóteli landsliðsins í Lyon og getur ekki spilað með á morgun. Soffía Gunnarsdóttir úr Stjörnunni hefur verið kölluð inní hópinn í hennar stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert