Byggja 705 manna stúku við Selfossvöll

Útlitsteikning af nýrri stúku vð Selfossvöll.
Útlitsteikning af nýrri stúku vð Selfossvöll. Teikning/Verkfræðistofa Árborgar

Byggja á stúku við nýjan knattspyrnuvöll á Selfossi og verður hún tekin í notkun um miðjan júlí. Ákvörðun um að ráðast í verkið var tekin á fundi bæjarráðs Árborgar í gær. Selfyssingar leika í fyrsta sinn í úrvalsdeild í sumar og þurfa þess vegna að geta boðið upp á stúku eftir ákveðnum reglum KSÍ.

Stúkan mun taka 705 gesti í sæti og nýtist jafnframt sem búningsaðstaða og áhorfendaaðstaða fyrir gervigrasvöll vestan við hana.

Tómas Ellert Tómasson verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Árborgar hannaði stúkuna. Hann segir að í fyrsta áfanga verði stúkan steypt upp og sett í hana sæti. Það fari síðan eftir tilboðum verktaka hversu langt verður hægt að fara í frágang á þaki og öðrum áföngum í byggingunni. Hann segir allt benda til að bygging stúkunnar verði >talsvert ódýrari en ráðgert var í upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert