Hjálmar skoraði í fyrsta leik

Hjálmar Jónsson skoraði í fyrsta leik IFK Gautaborgar í sænsku ...
Hjálmar Jónsson skoraði í fyrsta leik IFK Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Ómar Óskarsson

Hjálmar Jónsson innsiglaði 3:0 sigur IFK Gautaborgar á Kalmar FF á útivelli í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Hjálmar skoraði mark sitt á 67. mínútu.

Hann fékk síðan gult spjald á 83. mínútu. Ragnar Sigurðsson var einnig í byrjunarliði Gautaborgarliðsins. Honum var sýnt gula spjaldið á 37. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina