Ísland í 90. sæti á lista FIFA

Íslenska landsliðið.
Íslenska landsliðið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ísland er í 90. sæti af 206 þjóðum á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og hefur hækkað um eitt sæti frá síðasta lista. Evrópumeistarar Spánverja halda efsta sætinu á listanum en næstir koma Brasilíumenn og Hollendingar.

Portúgalar eru komnir í 4. sæti og hækka um tvö sæti frá síðasta lista sem birtist fyrir mánuði. Ítalar féllu í 5. sætið, Þjóðverjar eru í 6. sæti og Englendingar eru komnir í 7. sæti, höfuðu sætaskipti við Frakka sem nú eru í 8. sæti. 

Listinn í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina