Villa hylltur á Camp Nou

David Villa nýjasti leikmaður Barcelona.
David Villa nýjasti leikmaður Barcelona. Reuters

Á fjórða tug þúsunda stuðningsmanna Barcelona tóku á móti spænska landsliðsmanninum David Villa í dag þegar hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Spánarmeistarana.

,,Á ferli mínum hef ég ekki unnið marga titla. Ég er ekki að kvarta en ég er stoltur af því sem ég hef gert. En ég kem til Barcelona með mikla löngun til að vinna fleiri titla og þá sérstaklega í Meistaradeildinni,“ sagði Villa á Camp Nou í dag.

Villa fær treyju með númerinu 7 en í því númeri hefur enginn spilað síðan Eiður Smári Guðjohnsen yfirgaf Katalóníuliðið.


mbl.is

Bloggað um fréttina