Guðlaugur Victor með U21-landsliðinu á ný

Jóhann Berg Guðmundsson er í U21-landsliðinu en hann á að …
Jóhann Berg Guðmundsson er í U21-landsliðinu en hann á að baki 6 A-landsleiki. mbl.is/Golli

Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21-landsliðs karla í knattspyrnu hefur valið 20 leikmenn fyrir leikinn mikilvæga gegn Þýskalandi á Kaplakrikavelli 11. ágúst í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Níu leikmannanna leika með félagsliðum hér á landi.

Fjöldi leikmanna sem lék síðasta æfingaleik A-landsliðsins, gegn Andorra í maí, er í hópnum. Þar á meðal eru Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Þá er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, í hópnum á ný eftir að hafa ekki verið valinn í síðustu leiki liðsins.

Liðin gerðu 2:2 jafntefli í Þýskalandi í mars og á Ísland því enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Liðið á eftir að leika við Þýskaland og svo Tékkland á útivelli, en Tékkar eru efstir í riðlinum með 15 stig eftir 5 leiki. Ísland er með 13 eftir 6 leiki, og Þýskaland með 8 stig eftir 5 leiki. Annað sæti riðilsins getur gefið sæti í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2011 sem fram fer Danmörku.

Hópurinn:

Markmenn:
Haraldur Björnsson (Þróttur R.)
Arnar Darri Pétursson (Sönderjyske)

Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson (West Ham)
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Jón Guðni Fjóluson (Fram)
Kristinn Jónsson (Breiðablik)

Miðjumenn:
Birkir Bjarnason (Viking)
Bjarni Þór Viðarsson (Mechelen)
Eggert Gunnþór Jónsson (Hearts)
Gylfi Þór Sigurðsson (Reading)
Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Almarr Ormarsson (Fram)
Guðlaugur Victor Pálsson (Liverpool)

Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson (AZ Alkmaar)
Alfreð Finnbogason (Breiðablik)
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)

mbl.is

Bloggað um fréttina