Þróttur og ÍA skildu jöfn

Frá viðureign Þróttar og Þórs á dögunum.
Frá viðureign Þróttar og Þórs á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þróttur og ÍA skildu jöfn, 2:2, í fyrsta leik 19. umferðar í 1. deild karla í knattspyrnu en liðin áttust við á Valbjarnarvelli í Laugardalnum í kvöld. Skagamenn eru áfram í sjötta sæti deildarinnar með 26 stig en Þróttarar eru áfram í áttunda sætinu með 22 stig.

Akurnesingar komust tvívegis yfir í leiknum. Gary Martin skioraði fyrsta markið á 9. mínútu en Hörður S. Bjarnason jafnaði metin fyrir Þróttara eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleik. Arnar Már Guðjónsson kom Skagamönnum yfir á nýá 83. mínútu en á lokamínútunni jafnaði Ingvi Sveinsson metin fyrir Þróttara með skallamarki sem kom eftir hornspyrnu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert