Ísland fellur niður um 21 sæti sæti á FIFA listanum - 100. sæti

Byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Danmörku.
Byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Danmörku. mbl.is/Gísli Baldur Gíslason

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hrapar niður á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun. Á honum eru Íslendingar í 100. sæti og hafa fallið niður um hvorki meira né minna en 21 sæti frá því síðasti listi kom út í ágúst.

Af Evrópuþjóðunum er Ísland í 44. sæti á eftir Georgíu og hefur fallið niður um 21 sæti en lægst hafa Íslendingar farið niður í 117. sæti á FIFA-listanum. Það var í ágúst árið 2007. Ísland komst hins vegar hæst á listann í september árið 1994 og aftur ári síðar en þá var Ísland í 37. sæti.

FIFA-listinn, smellið HÉR

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja eru sem fyrr í efsta sætinu en á eftir þeim koma, Hollendingar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Argentínumenn, Englendingar eru í sjötta sæti, Úrúgvæar í sjöunda, Portúgalar íáttunda, Egyptar í níunda og Chilemenn eru í tíunda sætinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina