Jóhann Berg skoraði fyrir AZ Alkmaar

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eitt af mörkum AZ Alkmaar þegar liðið sigraði Den Bosch, 3:2, í hollensku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Jóhann Berg skoraði annað mark sinna manna en hann var í byrjunarliðinu en var skipt útaf á 64. mínútu. Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 70 mínúturnar fyrir AZ Alkmaar.

mbl.is