Ronaldo með tvö og bætti markametið

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Reuters

Cristiano Ronaldo leikmaður Real Madrid skráði nafn sitt í sögubækur spænsku knattspyrnunnar í kvöld þegar Real Madrid burstaði Almería, 8:1 í lokaumferð spænsku 1. deildarinnar. Ronaldo skoraði tvö mörk og sló þar með markametið á Spáni. Hann skoraði 40 mörk í deildinni en gamla metið, 38 mörk, áttu Telmo Zarra og Hugo Sanchez.

Emmanuel Adebayor skoraði þrennu, Ronaldo og Karim Benzema tvö hvor og Joselu Santamartín skoraði áttunda markið. Real Madrid endaði með 92 stig en Barcelona sem fyrr í kvöld lagði Malaga hlaut 96 stig.


mbl.is

Bloggað um fréttina