Skar netið úr markinu á Wembley

Gerard Piqué með netið sem hann skar úr öðru markanna …
Gerard Piqué með netið sem hann skar úr öðru markanna á Wembley. Reuters

Gerard Piqué, miðvörður Barcelona, fagnaði á óvenjulegan hátt á Wembley í kvöld, eftir sigurinn á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Piqué, sem lék með United um þriggja ára skeið, gerði sér lítið fyrir og skar netið úr öðru markanna á Wembley og fór með það sigri hrósandi af velli. Slíkt þekkist úr körfuboltanum en þar er um öllu fyrirferðarminna herfang að ræða!

mbl.is