Lagerbäck þjálfar næstu tvö árin

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson á …
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson á fundinum sem nú stendur yfir. mbl.is/Ómar

Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu næstu tvö árin, með Heimi Hallgrímsson sér við hlið. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ staðfesti það á blaðamannafundinum sem hófst kl. 12.00 í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal.

Lagerbäck er ráðinn framyfir lokakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu en henni lýkur haustið 2013. Vinni íslenska liðið sér sæti í lokakeppni HM 2014 framlengist samningur Svíans framyfir keppnina.

mbl.is