ÍBV komst ekki í undanúrslitin

Kristín Erna Sigurlásdóttir
Kristín Erna Sigurlásdóttir mbl.is/Ómar

ÍBV vann Þór/KA 4:1 í síðasta leiknum í Lengjubikar kvenna í dag en það dugði liðinu ekki til að komast í undanúrslit. Fimm lið enduðu með 9 stig en markamunur réði sætum. Breiðablik mætir Fylki og Stjarnan og Valur mætast í hinum undanúrslitaleiknum.

86. mín. MARK 4:1 Kristín Erna var að gera sitt annað mark í leiknum, en ÍBV er með eitt mark í mínus á meðan Valur og Fylkir eru með eitt mark í plús.

70. mín. MARK 3:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir var að skora fyrir ÍBV, en það dugar ekki til að liðið nái í undanúrslitin. Eyjastúlkur verða að skora fleiri mörk til þess.

49. mín. MARK 2:1 Kayle Grimsley minnkar muninn fyrir norðanliðið.

45. mín. MARK 2:0 Anna Þórunn Guðmundsdóttir kom ÍBV í 2:0 rétt áður en flautað var til leikhlés.

37. mín. MARK 1:0 Eyjastúlkur komast yfir með marki Kristínar Ernu Sigurlásdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert