U-17 ára liðið náði jafntefli gegn Frakklandi

Hjörtur Hermannsson fyrirliði tekur á móti Norðulandameistaratitlinum í fyrra.
Hjörtur Hermannsson fyrirliði tekur á móti Norðulandameistaratitlinum í fyrra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað piltum undir 17 ára aldri náði sætu jafntefli gegn Frakklandi í úrslitakeppni Evrópumótsins í Slóveníu í kvöld.

Frakkar komust í 2:0 með mörkum frá Chemlal á 7. mínútu og Martial á 56. mínútu.

Varamaðurinn Gunnlaugur Birgisson minnkaði muninn fyrir Ísland á 66. mínútu og fyrirliðinn Hjörtur Hermannsson jafnaði með marki á 77. mínútu eða þremur mínútum fyrir leikslok þar sem leikurinn er 80 mínútur í þessum aldursflokki.

Ísland er í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Georgíu en um er að ræða átta liða úrslitakeppni þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Þýskalandi vann Georgíu 1:0 í hinum leiknum í riðli Íslands.

Ísland hefur einu sinni áður komist í þessa úrslitakeppni og var það árið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert