Markalaust á Vilhjálmsvelli

Djúpmenn eru án stiga.
Djúpmenn eru án stiga. mbl.is/Ómar

Höttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn í markalausum leik í 1. deild karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum í dag.

Höttur er þar með kominn með fimm stig eftir fjóra leiki í deildinni en BÍ/Bolungarvík er með þrjú stig en Djúpmenn bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í deildinni á þessari leiktíð.

90. mín. Leik lokið á Egilsstöðum og 0:0 jafntefli niðurstaðan.

45. mín. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleik á Vilhjálmsvelli og enn hefur ekki verið skorað.

30. Hálftími liðinn af leiknum á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum og enn er markalaust eftir því sem næst verður komist.

mbl.is