„Hólmfríður seldi mér liðið“

Þórunn Helga Jónsdóttir varð meistari með Santos í Brasilíu árið ...
Þórunn Helga Jónsdóttir varð meistari með Santos í Brasilíu árið 2010. mbl.is

Þórunn Helga Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem hefur leikið í Brasilíu undanfarin fjögur ár, gekk í gær frá samningi við norska félagið Avaldsnes um að leika með því út keppnistímabilið 2013.

Hún má byrja að spila með liðinu 1. ágúst, þegar opnað er fyrir félagaskiptin í Noregi. Aðeins þrjár umferðir eru eftir þar fram að sumarfríi en keppnin hefst á ný 11. ágúst, þá hefst síðari umferðin, og Þórunn nær því hálfu tímabilinu með liðinu.

Hólmfríður Magnúsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Björk Björnsdóttir markvörður leika með Avaldsnes sem er efst í B-deildinni og hefur unnið sjö af átta fyrstu leikjum sínum. Hólmfríður og Kristín hafa skorað bróðurpartinn af mörkum liðsins til þessa.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.