Fyrsti sigur á Norðmönnum í 25 ár

Íslendingar hófu undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu með því að vinna góðan 2:0 sigur gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum í kvöld.

Kári Árnason skoraði fyrra mark íslenska liðsins á 22. mínútu og Alfreð Finnbogason, nýkominn inná sem varamaður, bætti við öðru marki á 80. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Normönnum frá árinu 1987 eða í 25 ár.

Íslenska liðið á heiður skilinn fyrir gott skipulag og mikla baráttu og strákarnir fara til Kýpur með gott veganesti en næsti leikur liðsins í keppninni er útileikur á móti Kýpur á þriðjudaginn.

Lið Íslands: Hannes Þór Halldórsson (m) - Grétar Rafn Steinsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Rúrik Gíslason, Aron Einar Gunnarsson, Helgi Valur Daníelsson, Emil Hallfreðsson - Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson.
Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (m), Birkir Már Sævarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Sölvi Geir Ottesen, Alfreð Finnbogason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Haraldur Björnsson (m), Ari Freyr Skúlason.

Lið Noregs: Espen Bugge Pettersen - Espen Ruud, Brede Hangeland, Kjetil Wæhler, John Arne Riise - Daniel Braaten, Bjørn Helge Riise, Håvard Nordtveit, Magnus Wolff Eikrem, Tarik Elyounoussi - Moa Abdellaoue.
Varamenn: Andre Hansen (m), Rune Jarstein (m), Tom Högli, Vadim Demidov, Markus Henriksen, Alexander Tetty, Jonathan Parr, Joshua King, Ruben Jenssen, Alexander Söderlund, Vegard Forren.

Ísland 2:0 Noregur opna loka
90. mín. Leik lokið 90+4 Frábær sigur íslenska landsliðsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina