Sölvi Geir fékk tveggja leikja bann

Sölvi verður ekki með í næstu tveimur leikjum.
Sölvi verður ekki með í næstu tveimur leikjum. mbl.is/Eggert

Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmiðvörður í fótbolta, verður ekki með Íslandi í leikjunum tveimur gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014.

Sölvi fékk rautt spjald í tapleik Íslands gegn Kýpur í síðasta mánuði og átti hann því yfir höfði sér leikbann. Var vonast til að hann gæti verið með gegn Sviss á Laugardalsvellinum en svo verður ekki.

Aganefnd FIFA bætti við einum leik og úrskurðaði Sölva í tveggja leikja bann í dag. Hann verður því hvorki með gegn Albaníu né Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert