Guðmundur búinn að semja við Start

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. Ljósmynd/ikstart.no

Norska knattspyrnuliðið Start og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um kaup Start á miðjumanninum Guðmundi Kristjánssyni.

Guðmundur var í láni hjá norska liðinu á nýliðnu tímabili líkt og Matthías Vilhjálmsson og áttu þeir góðu gengi að fagna með liðinu sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni. Matthías gekk frá samningi við Start í síðustu viku en hann var í láni frá FH og nú hefur Guðmundur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Guðmundur lék 27 leiki með Start á leiktíðinni og skoraði 7 mörk en hann lék flestar stöður á vellinum með liðinu en mest í stöðu varnartengiliðs.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert