Hólmar lánaður til Danmerkur?

Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson. www.ksvroeselare.be

Þýska knattspyrnufélagið Bochum hefur í hyggju að lána varnarmanninn Hólmar Örn Eyjólfsson út þetta tímabil. Dagblaðið Ruhr Nachrichten sagði í gær að líkur væru á að hann færi til Danmerkur og spilaði þar næsta hálfa árið.

„Ég hef ekkert heyrt af þessu en hinsvegar fór ég fram á það fyrir jólin að ég yrði lánaður ef ég fengi ekki fleiri tækifæri með liðinu,“ sagði Hólmar við Morgunblaðið í gær en hann hefur leikið 8 af 19 leikjum liðsins í þýsku B-deildinni í vetur. Þá á hann eftir að afplána tvo leiki í banni eftir að keppni hefst aftur í deildinni síðar í þessum mánuði.

Skoraði gegn Aktobe

„Þeir voru sammála því að ég færi á lán og sögðu að mikilvægt væri að ég myndi spila mikið til vorsins og kæmi svo inn í liðið á ný fyrir næsta tímabil. Þetta er því allt í góðu og markmiðið að ég verði áfram í röðum Bochum. Síðan hefur ekkert verið rætt um þetta meira eftir áramótin og kannski breytist það því mér hefur gengið vel og skoraði einmitt mark áðan,“ sagði Hólmar, en hann gerði þá annað marka Bochum í 2:0 sigri á Aktobe frá Kasakstan í æfingaleik í Tyrklandi.

Hólmar, sem er 22 ára, kom til Bochum frá West Ham sumarið 2011. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik á síðasta ári og setti þá jafnframt leikjamet í 21 árs landsliðinu þar sem hann spilaði alls 27 landsleiki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert