„Ég fer út í óvissuna“

Kristín Ýr Bjarnadóttir í sveiflu í leik með Val.
Kristín Ýr Bjarnadóttir í sveiflu í leik með Val. Sigurgeir Sigurðsson

„Ég renni dálítið blint í sjóinn með þetta lið, fer eiginlega út í óvissuna, en ætla að láta reyna á hvort þetta sé eitthvað sem getur hentað mér,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, knattspyrnukona úr Val, við Morgunblaðið í gær.

Hún var þá á leið til Karlstad í Svíþjóð þar sem hún æfir með úrvalsdeildarliðinu Mallbacken til næsta sunnudags. Mallbacken er komið í efstu deild á ný eftir sjö ára fjarveru og hefur styrkt sig í vetur með landsliðskonum frá Finnlandi og Skotlandi.

„Þetta var í deiglunni fyrr í vetur en svo gerðist ekkert og ég skrifaði undir samning við Val, reyndar með fyrirvara um að geta farið út ef möguleikar opnuðust. Ég mun hins vegar ekki fara til Svíþjóðar bara til þess að fara út. Liðið þarf að henta mér og ég þarf að vera fullviss um að ég muni bæta mig með því að spila með því. Ef ekki, þá er ég í mjög góðu umhverfi hjá Val og það er ekki síður spennandi að spila þar aftur,“ sagði Kristín, sem skoraði 24 mörk í 22 leikjum fyrir Avaldsnes í Noregi á síðasta ári.

Nánar er rætt við Kristínu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert