Sverrir fyrirliði gegn Wales

Sverrir Ingi Ingason, sem hér glímir við Guðmund Steinarsson úr …
Sverrir Ingi Ingason, sem hér glímir við Guðmund Steinarsson úr Keflavík, er fyrirliði 21-árs liðsins í dag. mbl.is/Golli

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales sem hefst í Llanelli klukkan 15.00.

Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður úr Breiðabliki, er fyrirliði í þessum fyrsta leik liðsins sem býr sig undir undankeppni Evrópumótsins sem hefst síðar í vetur.

Athygli vekur að fjórir 17 ára piltar eru í byrjunarliðinu, þeir Hjörtur Hermannsson, Orri Sigurður Ómarsson, Oliver Sigurjónsson og Rúnar Alex Rúnarsson markvörður. Þeir voru allir lykilmenn í U17 ára landsliðinu sem komst í 8 liða úrslit Evrópukeppninnar fyrir ári og þeir Orri og Oliver spiluðu á dögunum í fyrsta skipti með aðalliði danska úrvalsdeildarfélagsins AGF. Hjörtur er í herbúðum hollenska stórliðsins PSV Eindhoven.

Liðið er þannig skipað:

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson (KR).

Varnarmenn: Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði, (Breiðablik) Hjörtur Hermannsson (PSV), Orri Sigurður Ómarsson (AGF), Hörður Björgvin Magnússon (Juventus).

Miðjumenn: Guðmundur Þórarinsson (Sarpsborg), Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki), Emil Pálsson (FH), og Oliver Sigurjónsson (AGF).

Sóknarmenn: Emil Atlason (KR) og Kristján Gauti Emilsson (FH).

Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson (Keflavík), Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV), Arnór Ingvi Traustason (Keflavík), Gunnar Þorsteinsson (Ipswich), Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram), Árni Vilhjálmsson (Breiðabliki), Sindri Snær Magnússon (Breiðabliki).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert