Jóhann og Aron unnu bikarinn í Hollandi

Leikmenn AZ Alkmaar fagna sigrinum í bikarnum í dag.
Leikmenn AZ Alkmaar fagna sigrinum í bikarnum í dag. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson urðu í dag hollenskir bikarmeistarar í knattspyrnu þegar liðið hafði betur á móti PSV, 2:1, í úrslitaleik sem fram fór í Rotterdam.

Jóhann Berg lék fyrstu 75 mínúturnar fyrir AZ Alkmaar og Aron lék síðustu fimm mínútur leiksins.

mbl.is