Ég er opinn fyrir öllu

Birkir Bjarnason í leik gegn Slóveníu.
Birkir Bjarnason í leik gegn Slóveníu. mbl.is/afp

Framtíð landsliðsmannsins Birkis Bjarnasonar, sem leikið hefur alla leiki Íslands í undankeppni HM í knattspyrnu, er í lausu lofti þessa dagana.

Skammt er síðan hann lauk tímabilinu með Pescara í ítölsku A-deildinni en liðið féll niður í B-deild og Birkir hefur engan áhuga á að spila þar á næstu leiktíð. Hann hefur verið á láni hjá Pescara frá belgíska félaginu Standard Liege, og eins og sakir standa er hann leikmaður Standard. Belgarnir fengu Birki í sínar raðir í ársbyrjun 2012 þegar hann hætti hjá Viking Stavanger í Noregi.

„Ég hef ekki áhuga á að fara niður í ítölsku B-deildina. Ég veit ekki hvað tekur við í sumar. Ég er með samning við Standard næstu tvö árin þannig að maður verður bara að sjá til. Ég er opinn fyrir því að hlusta á alla möguleika sem ég hef en ég er bara rólegur yfir þessum málum og sé til.“

Sjá samtal við Birki í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert