Pescara keypti Birki af Standard

Birkir Bjarnason í leik gegn AC Milan.
Birkir Bjarnason í leik gegn AC Milan. AFP

Ítalska B-deildarliðið Pescara hefur fest kaup á landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni og greiðir belgíska félaginu Standard Liege 900 þúsund evrur fyrir leikmanninn. Netmiðillinn Fótbolti.net greinir frá þessu og hefur þetta eftir öðrum umboðsmanni Birkis.

Pescara átti forkaupsrétt á Birki frá því síðasta haust og þá var samið um upphæðina. 

Haft er eftir umboðsmanninum Stefano Salvini að fyrsti kostur hjá Birki sé að leika áfram í ítölsku A-deildinni og unnið sé að því að finna annað lið en Pescara fyrir Birki. Lið utan Ítalíu hafa einnig sýnt Birki áhuga. 


mbl.is