Markalaust hjá Blikum og KR

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks fékk ekki á sig mark í ...
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks fékk ekki á sig mark í dag. Ómar Óskarsson

Breiðablik mætti KR-ingum í Fífunni í riðli eitt A-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu í morgun og tókst hvorugu liðinu að skora.

Breiðablik eru taplausir á toppnum með ellefu stig eftir fimm leiki en KR fylgir á eftir með tíu stig. Keflvíkingar eru einnig með 10 stig í þriðja sæti.

Leikurinn í dag var jafn og nóg um marktilraunir en inn vildi boltinn ekki.

Staðan

  1. Breiðablik   11
  2.  KR             10
  3.  Keflavík     10
  4.  Grindavík    9
  5.  ÍA                7
  6.  Fram           6
  7.  Afturelding  3
  8.  BÍ/Bolungarvík 1
mbl.is

Bloggað um fréttina