Veikur Viðar Örn nálgast markametið

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Ljósmynd/dagbladet.no

Viðar Örn Kjartansson er kominn með 21 mark fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á tímabilinu, í aðeins 20 leikjum, eftir að hann gerði tvö mörk fyrir liðið í 3:3-jafntefli við Brann. Birkir Már Sævarsson varpaði skugga á frammistöðu Viðars og var hetja Brann með því að skora jöfnunarmarkið undir lokin eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Viðar lá veikur heima með háan hita degi fyrir leikinn og hafði ekki losnað við hitann þegar kom að leiknum, en spilaði þrátt fyrir það.

„Ég var staðráðinn í að spila. Ég vildi frekar spila og fara þá út af ég þyrfti,“ sagði Viðar Örn. Hann nálgast óðfluga markametið í norsku úrvalsdeildinni en það er orðið 46 ára gamalt. Metið er í eigu Odd Iversen sem skoraði 30 mörk tímabilið 1968.

Viðar er þegar búinn að toppa alla markaskorara í Noregi síðustu árin en enginn hefur náð að skora 20 mörk á síðustu sex tímabilum. Thorstein Helstad er sá eini á þessari öld sem rofið hefur 20 marka múrinn en hann skoraði 22 mörk árið 2007.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »