Langþráður sigur hjá lærisveinum Ólafs

Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. Ljósmynd/fcn.dk

Íslendingaliðið Nordsjællan fagnaði langþráðum sigri í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið sigraði Hobro, 4:2, á heimavelli.

Nordsjælland hafði fyrir leikinn í dag tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og sex af síðustu sjö leikjum sínum svo sigurinn var ansi kærkominn fyrir Ólaf Kristjánsson og lærisveina hans.

Guðmundur Þórarinsson lék allan tímann fyrir Nordsjælland og lagði upp eitt mark, Guðjón Baldvinsson kom inná á 88. mínútu en Adam Örn Arnarson og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sátu á bekknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina