Verstu vallarstarfsmenn í heimi? (Myndskeið)

Það gekk skelfilega að koma leikmanninum af velli.
Það gekk skelfilega að koma leikmanninum af velli. Ljósmynd/skjáskot

Þegar knattspyrnumenn meiðast þarf stundum að kalla til vallarstarfsmenn sem sjá um að bera þá af velli. Það getur hins vegar reynst varasamt, ef miðað er við atvik sem átti sér stað í leik Íslandsvinanna í Larissa gegn Ergotelis í grísku B-deildinni um helgina.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði fékk leikmaður Ergotelis skelfilega meðhöndlun hjá þeim sem sáu um að bera hann af velli, eftir að brotið hafði verið á honum. Í raun má ætla að hafi leikmaðurinn ekki verið meiddur fyrir fram, þá hafi hann verið meiddur eftir ferðina á börunum út af vellinum, sem gekk hreint ótrúlega slysalega fyrir sig. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is