Costa valinn sá besti

Douglas Costa.
Douglas Costa. AFP

Brasilíski kantmaðurinn Douglas Costa leikmaður Bayern München hefur verið útnefndur besti leikmaður þýsku Bundesligunnar í knattspyrnu í fyrri hluta mótsins af þýska tímaritinu Kicker.

Costa, sem er 25 ára gamall og kom til Bayern fyrir tímabilið frá úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk, hlaut liðlega 30% atkvæðanna. Pierre-Emerick Aubameyang framherji Dortmund varð anar með 23% og Thomas Müller framherji Bayern München hafnaði í þriðja sætinu með 14,8%.

Costa hefur skorað 4 mörk fyrir Bayern á leiktíðinni og hefur lagt upp 14 í 20 deildarleikjum liðsins.mbl.is