Kolbeinn fær hálft ár til að sanna sig

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. AFP

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson, framherji Nantes í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu, hefur fengið þau skilaboð að hann hafi hálft ár til að sanna sig í treyju félagsins ef marka má franska fjölmiðla.

Kolbeinn kom til Nantes í sumar frá Ajax, en hefur glímt við meiðsli og ekki fundið fjölina sína. Hann hefur skorað eitt mark það sem af er deildinni og var meðal annars gagnrýndur af þjálfara sínum á dögunum fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi.

Kolbeinn var í kjölfarið orðaður burt frá Nantes nú í janúarglugganum og var tyrkneska félagið Galatasaray meðal annars nefnt í því samhengi, en nú virðist ljóst að hann verði áfram í Frakklandi.

„Við vonum að hann finni taktinn og virki rækilega færni sína. Við ætlum að halda í hann því hann hefur yfir tæknilegum hæfileikum að ráða. Það verður að hjálpa honum við að leysa aðlögunarvandann. Það vitum við best að hann vill vera um kyrrt,“ sagði forseti Nantes á blaðamannafundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert