Barcelona á flesta fulltrúa

Lionel Messi, Neymar og Andres Iniesta, leikmenn Barcelona, eru allir …
Lionel Messi, Neymar og Andres Iniesta, leikmenn Barcelona, eru allir í liði ársins fyrir árið 2015 að mati notenda Uefa.com. AFP

Uefa.com, heimasíða evrópska knattspyrnusambandsins, bauð notendum sínum að kjósa lið ársins 2015 og niðurstöðurnar voru kunngjörðar í dag. Rúm sjö milljón atkvæði liggja að baki valinu. 

Barcelona á flesta fulltrúa í liðinu eða fimm talsins, Real Madrid á þrjá fulltrúa og Bayern München tvo fulltrúa.

Juventus er svo með einn fulltrúa í liðinu sem lítur svona út.

Markvörður: Manuel Neuer (Bayern München). 

Varnarmenn: Daniel Alves (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid), Gerard Piqué (Barcelona), David Alaba (Bayern München).  

Miðjumenn: Anders Iniesta (Barcelona), Paul Pogba (Juventus), James Rodríguez (Real Madrid).

Sóknarmenn: Neymar (Barcelona), Lionel Messi (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid) 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert