Skoraði tvö mörk í fyrsta leik

Gunnar Örvar Stefánsson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Vado.
Gunnar Örvar Stefánsson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Vado. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gunnar Örvar Stefánsson, leikmaður Vado FC í D-deildinni á Ítalíu, skoraði bæði mörk liðsins í sínum fyrsta leik fyrir félagið í 2:0 sigri á Castellazzo í kvöld.

Gunnar, sem er fæddur árið 1994, gekk til liðs við Vado frá Þór, rétt fyrir jól en hann gerði samning út tímabilið.

Hann kom ekki við sögu í 1:0 tapi liðsins fyrir fjórum dögum en kom inná sem varamaður gegn Castellazzo í kvöld.

Gunnar var skipt inná á 63. mínútu í dag og hann lét strax til sín taka. Hann skoraði fyrst á 80. mínútu og fimm mínútum síðar með góðu hægri fótar skoti. Lið Castellazzo lék manni færri megnið af síðari hálfleiknum.

Vado hafði ekki unnið leik síðan í lok nóvember og því kærkominn sigur. Liðið er í 16. sæti A-riðils með 19 stig þegar 21 umferð er búin af mótinu.

mbl.is