Zlatan hæðist að Ronaldo

Zlatan Ibrahimovic er alltaf léttur.
Zlatan Ibrahimovic er alltaf léttur.

Sænska stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic hefur skotið létt á Cristiano Ronaldo eftir að sá portúgalski endaði í öðru sæti í kjörinu sem besti leikmaður heims á síðasta ári.

Argentínumaðurinn Lionel Messi hlaut hinn eftirsótta Gullbolta, Ballon d‘Or, við hátíðlega athöfn í gær á meðan Ronaldo þurfti að láta sér lynda annað sætið. Zlatan stráði salti í sár Ronaldo eftir kjörið.

„Ronaldo er mjög heppinn náungi. Hann fær alltaf að vera á fremsta bekk og sjá þegar Messi rakar saman verðlaunum,“ sagði sá sænski.

mbl.is