Zidane hugsar stórt

Zinedine Zidane á hliðarlínunni í sínum fyrsta leik sem stjóri ...
Zinedine Zidane á hliðarlínunni í sínum fyrsta leik sem stjóri Real Madrid. AFP

Franska goðsögnin Zinedine Zidane, sem tók við starfi knattspyrnustjóra Real Madrid á dögunum, er stórhuga þegar kemur að leikmannamálum og hann er kominn með nafn efst á óskalistann sinn.

Zidane er samkvæmt spænska miðlinum AS tilbúinn að berjast við erkifjendurna í Barcelona um landa sinn Paul Pogba, miðjumann Juventus. Kaupverðið gæti verið um 100 milljónir evra en ólíklegt er að sú upphæð muni fæla spænsku stórliðin í burtu.

Hinn 22 ára gamli Pogba hefur farið mikinn með Juventus og stimplað sig inn sem einn besti miðjumaður í heimi og nú vill Zidane fá landa sinn til Spánar til að hjálpa sér í baráttunni um að endurheimta spænska meistaratitilinn.

mbl.is