Hjörtur og Albert spiluðu í sigri

Hjörtur Hermannsson, leikmaður PSV.
Hjörtur Hermannsson, leikmaður PSV. Golli@mbl.is

Unglinga- og varalið PSV Eindhoven í Hollandi sigraði Go Ahead Eagles 2:1 í hollensku 1. deildinni í kvöld.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en hann hefur verið lykilmaður í liðinu á þessari leiktíð. Þetta var fimmtándi leikur hans á þessari leiktíð.

Albert Guðmundsson kom inná sem varamaður þegar sex mínútur lifðu leiks en hann var að leika sinn fjórða leik fyrir liðið.

PSV er í 14. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 19 leiki.

Hjörtur er í íslenska A-landsliðinu sem mætir Bandaríkjunum í vináttuleik í lok janúar en leikurinn fer fram í Los Angeles.

mbl.is