Dramatík hjá Kolbeini og Nantes

Kolbeinn Sigþórsson klappar fyrir stuðningsmönnum Nantes.
Kolbeinn Sigþórsson klappar fyrir stuðningsmönnum Nantes. AFP

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Nantes náðu í kvöld dramatísku jafntefli gegn Guingamp á útivelli, 2:2, í frönsku knattspyrnunni eftir að hafa verið 2:0 undir snemma leiks.

Kolbeinn hóf leikinn á varamannabekknum en var settur inná í upphafi síðari hálfleiks. Um miðjan hálfleikinn skoruðu heimamenn sjálfsmark þegar varnarmaður Guingamp reyndi að hindra Kolbein í að skora eftir fyrirgjöf en sendi boltann í eigið mark. Youssouf Sably náði svo að jafna metin fyrir Nantes í uppbótartíma.

Dýrmætt stig fyrir Nantes sem er í 10. sæti af 20 liðum efstu deildar, Ligue 1, með 28 stig eftir 21 umferð. Aðeins sex stig eru í Angers sem er í öðru sæti deildarinnar en jafnframt aðeins  sjö stig í Guingamp sem er í átjánda og fallsæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert