Enginn Messi né Suárez

Lionel Messi og Luis Suárez fagna marki.
Lionel Messi og Luis Suárez fagna marki. AFP

Hvorki Lionel Messi né Luis Suárez verða með Barcelona í kvöld þegar liðið etur kappi við Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.

Messi fór af velli í hálfleik í 6:0 sigri gegn Bilbao í deildinni um síðustu helgi en hann tognaði lítillega og er því hvíldur í kvöld. Suárez tekur hins vegar út leikbann.

mbl.is