Viktor framlengdi við AZ

Viktor Karl Einarsson eftir undirritunina.
Viktor Karl Einarsson eftir undirritunina. Ljósmynd/@AZAlkmaar

Viktor Karl Einarsson, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við hollenska félagið AZ Alkmaar til ársins 2019.

Viktor er 18 ára gamall miðjumaður og kom til AZ frá Breiðabliki fyrir hálfu þriðja ári. Hann hefur spilað með unglingaliðum félagsins og á að baki samtals 22 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Á vef AZ segir yfirmaður knattspyrnumála hjá AZ, Max Huiberts, að með þessum samningi sýni félagið að það hafi trú á hæfileikum Viktors. Hann sé fjölhæfur miðjumaður sem geti spilað allar stöður á miðsvæðinu. Hann hafi verið óheppinn með meiðsli en í  vetur hafi framfarirnar verið miklar og hann sé á réttri leið með að vinna sér sæti í aðalliði félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert