Ronaldo bannað að leika við vin sinn

Cristiano Ronaldo í bann.
Cristiano Ronaldo í bann. AFP

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid á Spáni, má ekki heimsækja vin sinn í Marokkó á næstunni, en Florentino Perez, forseti félagsins, hefur sett bann á það í bili, en það er Sport sem greinir frá þessu.

Portúgalski landsliðsmaðurinn heimsækir iðulega boxarann, Badr Hari, til Marokkó, en því hefur verið blásið upp í fjölmiðlum á Spáni að Ronaldo og Hari séu aðeins meira en bara vinir.

Ronaldo fer til Marokkó allt að fjórum sinnum í viku en Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur nú sett bann á það.

Hann telur að þetta hafi áhrif á frammistöðu hans með liðinu en hann flýgur eftir æfingar á virkum dögum og er kominn heim um kvöldið. Ronaldo hefur nú þegar skorað 27 mörk í öllum keppnum á Spáni, en Perez vill sjá meira frá honum.

Perez og Mohamed, konungur Marokkó, eru góðir vinir og hefur hann beðið hann um að láta sig vita ef Ronaldo lætur sjá sig í landinu á næstunni.

mbl.is