Sverrir með fyrsta markið

Sverrir Ingi Ingason í leik með Lokeren.
Sverrir Ingi Ingason í leik með Lokeren. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Sverrir Ingi Ingason skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir Lokeren þegar lið hans gerði jafntefli á útivelli, 3:3, við OH Leuven í belgísku knattspyrnunni.

Sverrir, sem lék að vanda allan leikinn í stöðu miðvarðar, kom Lokeren yfir strax á 7. mínútu í bráðfjörugum leik þar sem lið hans komst í 2:0 og síðan 3:2 áður en heimamenn jöfnuðu seint í leiknum.

Lokeren er í 11. sæti af 16 liðum í deildinni og ljóst er orðið að liðið nær ekki að komast í úrslitakeppni sex efstu um belgíska meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert