Skelfileg tilraun - myndskeið

Luis Suarez og Lionel Messi gátu fagnað markinu, en það ...
Luis Suarez og Lionel Messi gátu fagnað markinu, en það gátu leikmenn Dynamos þó ekki. AFP

Vítaspyrna Lionel Messi gegn Celta Vigo á dögunum virðist heldur betur vera að smita knattspyrnumenn um allan heim, en þeim hefur þó gengið misvel að leika sama leik.

Messi bauð upp á frábæra vítaspyrnu gegn Celta Vigo en hann lagði þá boltann út á Luis Suarez sem skoraði örugglega. Þegar besti knattspyrnumaður heims tekur slíka spyrna þá eru allar líkur á því að aðrir reyni sömu tækni og var það raunin.

Dynamos FC frá Zimbabwe sigraði WhaWha 4:0 í vináttuleik á dögunum en undir lok leiksins fékk Dynamos vítaspyrnu. Roderick Mutuma lagði þá knöttinn út á Valentine Ndaba, en varnarmenn WhaWha pressuðu strax á Ndaba sem klúðraði síðan færinu.

Hægt er að sjá vítaspyrnuna hér fyrir neðan.

mbl.is