Velja forseta FIFA í dag

Forsetakjör Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fer fram í dag. Þá munu 207 fulltrúar víðsvegar að úr heiminum koma saman í Zürich í Sviss til að velja eftirmann Sepp Blatter.

Blatter lætur af störfum eftir að hafa stýrt sambandinu frá árinu 1998. Hann var fyrr í vetur úrskurðaður í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu og má því ekki koma nærri kjörinu.

Fimm eru í kjöri eða þeir, Salman bin Ebrahim al-Khalifa, Gianni Infantino, Ali bin al-Hussein, Tokyo Sexwale og Jerome Champagne.

Kjörið hefst kl. 12 að staðartíma en hugsanlega þarf að kjósa nokkrum sinnum áður en nýr forseti lítur dagsins ljós.

Kosið verður um eftirmann Sepp Blatter í dag.
Kosið verður um eftirmann Sepp Blatter í dag. AFP
mbl.is